Af hverju GTD?

Viltu vera skilvirkari í starfi þínu? Gera meira af því sem skiptir mestu máli?

Fyrir aðeins einum mannsaldri voru flestir landsmenn sjómenn og bændur. Í dag eru mörg okkar þekkingarstarfsfólk. Þekkingarstjórnun og verkefnavinna er list út af fyrir sig. Hún er ekki kennd í skólakerfinu og við þurfum að læra hana upp á eigin spýtur.

Hversu vel þú leysir verkefni er í réttu hlutfalli við framleiðni þína

Vinnum okkar verk (GTD)er aðferðafræðin sem hjálpar þér að takast á við þetta. Aðferðafræðin er rammi með góðum venjum sem við kennum til að draga úr álagi, bæta yfirsýn og efla stjórnun, svo ekki sé minnst á meiri nærveru í daglegu lífi. Þú færð meira af því sem skiptir þig máli.

Aðferðafræðin er grunnurinn að einföldu kennslukerfi í formi námskeiða sem byggjast á rúmlega 30 ára reynslu af einstaklingsframleiðni. Rannsóknir, m.a. í vitsmunavísindum, hafa sýnt að aðferðin ber árangur þar sem hún virkar í sátt við heilann og sálarlífið.