Skrefin 5 til að ná tökum á vinnuflæðinu

Steg 1: Samla

Skref 1: Safnaðu öllu sem fangar athygli þína

Notaðu pósthólf, minnisblokk eða snjallsíma til að fanga 100% af því sem vekur athygli þína. Öll þín verkefni - lítil, stór, persónuleg eða vinnutengd - verk og hvað sem þú þarft að vinna í. Höfuðið er til að fá hugmyndir, ekki til að geyma þær!

Steg 2: Bearbeta

Skref 2: Skýra - taka ákvarðanir um það sem þú veist

Taktu allt sem þú hefur safnað og spyrðu: Á ég að gera eitthvað í þessu? Ef svarið er nei hendirðu því í ruslið eða geymir það til betri tíma. Ef svarið er já skaltu ákveða hvert er næsta skref. Ef það tekur innan við tvær mínútur, gerðu það þá strax. Ef það næst ekki á tveimur mínútum skaltu íhuga að fela einhverjum öðrum það eða bæta því á lista yfir næstu skref.

Steg 3: Organisera

Skref 3: Skipuleggja; raða hlutunum á sinn stað

Stilltu áminningar fyrir næstu skref á viðeigandi lista. Gerðu til dæmis lista fyrir hverjar aðstæður: Sími, skrifstofa, heima, o.s.frv. Vandaðu þig með dagatalið; skráðu aðeins það sem þú þarft að gera á ákveðnum degi eða tíma.

Steg 4: Gå igenom

Skref 4: Skoða; farðu yfir allt sem þú gerir

Farðu yfir kerfið eins oft og þörf krefur til að fá yfirsýn og hafa stjórn á vinnunni. Vikuyfirferðin auðveldar þér að komast í takt við allt svo þú þurfir ekki lengur að geyma kerfið í höfðinu.

Steg 5: Utför

Skref 5: Sinna; veldu hvað þú gerir

Notaðu GTD® kerfið til að taka góðar ákvarðanir um hvað gera skal við hvaða aðstæður. Kerfið hjálpar þér að treysta því að þú takir rétta ákvörðun.