GTD L1 Grundvallaratriði

Um námskeiðið

 

Þetta námskeið er í boði fyrir fyrirtæki og sem opið námskeið. Námskeiðið er annars vegar kennt á hefðbundin hátt á einum degi eða á netinu, en þá tekur það þrjá daga.

Námskeiðin eru mjög hagnýt þar sem nemendur læra að búa til sitt eigið GTD® kerfi. Einnig læra þeir grundvallarhugsunina að baki aðferðinni, sem er nauðsynleg til að taka skýrar ákvarðanir og nýta kerfið til að ná tökum öllu sem þú þarft og vilt gera. Námskeiðið tekur átta klukkustundir að meðtöldum hádegisverði og er fullt af hagnýtum ráðum og tillögum um nýtingu GTD í vinnunni, heima eða hvar sem er.

97% þátttakenda okkar eru svo ánægðir að þeir mæla með því fyrir aðra!

 

              Helstu áherslur á námskeiðinu:

 
    • Ná tökum á vinnuflæði með fimm skrefum GTD: Safna, skýra, skipuleggja, skoða og sinna.
    • Taka vel ígrundaðar ákvarðanir byggðar á öllum fyrirligjandi upplýsingum.
    • Útbúa sniðmát fyrir sérsniðið GTD-kerfi fyrir þig til að takast á við vinnu og verkefni.
    • Fækka ólesnum skeytum í innhólfinu reglulega í núll.
    • Skipuleggja verkefni og næstu skref.
    • Halda vel utan um daglega skjalaskráningu.Yfirvinna frestunaráráttu. 
    • Forgangsraða skuldbindingum.

                Yfirlit

 
    • Með verklegum æfingum, hópverkefnum og sýnikennslu fá nemendur góðan grunn til að útbúa sitt eigið kerfi. Nemendur búa til sniðmát að sínu eigin GTD-kerfi á pappír sem þeir geta svo strax unnið með frá degi til dags út frá kennsluefninu, þar sem aðferðin er sýnd skref fyrir skref.